Samið um ræstingu á stofnunum sveitarfélagsins

Dictum Ræsting tekur við ræstingu hjá Húnaþingi vestra

Á dögunum var auglýst eftir tilboðum í ræstingu á hluta af stofnunum og eignum sveitarfélagsins. Um er að ræða ræstingu á grunnskóla, leikskóla, Nestúni, áhaldahúsi, ráðhúsi og sameignum fjölbýlishúsa við Hvammstangabraut og Norðurbraut. Byggt á niðurstöðu útboðsins hefur verið gengið til samninga við Dictum ræstingu ehf.  Samningurinn tekur gildi 15. maí nk. og er til fjögurra ára. 

Dictum hefur annast ræstingu á hluta af stofnunum sveitafélagsins um nokkurt skeið. Við hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs.

Birt 2023/04/03 klukkan 00:00.

© 2018 - 2024 Dictum Ræsting ehf. Allur réttur áskilinn.