Um Dictum

eythor fisk

Dictum Ræsting var stofnað árið 2018. Okkar meginstarfsemi felst í matvæla- og iðnaðarþrifum, heildarþjónustu fyrir fyrirtæki, stofnanir og húsfélög. Einnig hreingerningu, sérverkefnum og gluggaþvotti. Þá erum við einnig með alhliða mottuþjónustu og þvottahús.

Dictum Ræsting hefur frá upphafi unnið markvisst með viðskiptavinum sínum og boðið þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins með langtímasamstarf að leiðarljósi.

Við getum einnig séð um innkaup á rekstravörum, svo sem salernispappír, handþurrkum og fleiru. Við erum í mjög góðu samstarfi við okkar birgja. Við kappkostum við að fá bestu tilboðin og þannig getum við náð rekstrarkostnaði niður. Er sú þjónusta hluti af heildarþjónustu Dictum Ræstinga.

Ásamt heildarþjónustu Dictum Ræstinga á hinum ýmsu sviðum erum við fær um að þjónusta okkar viðskiptavini í öllu er við kemur ræstingu og hreingerningu, má þar nefna bónvinnu, teppahreinsun, gluggahreinsun, djúphreinsun, sótthreinsun og margt fleira.

Við erum með öflugt gæðaeftirlit ásamt því að taka virkan þátt í gæðaeftirliti viðskiptavinar, einnig fær starfsfólk okkar þjálfun í meðhöndlun efna og framkvæmd þrifaáætlunar. Okkur er annt um umhverfið og notar Dictum Ræsting eingöngu hágæða, viðurkennd hreinsiefni sem uppfylla ströngustu gæðakröfur.

Ef þú vilt vera áhyggjulaus yfir öllu er við kemur ræstingu hjá þér þá viljum við heyra í þér.

© 2018 - 2024 Dictum Ræsting ehf. Allur réttur áskilinn.